Pizza Napoletana

Grandagarður 11

Opnunartímar

11:00 – 22:00 virka daga

12:30 – 22:00 um helgar

101 Reykjavík

Flatey sækir í hefðir Napólí þegar kemur að pítsugerð. Einfaldleikinn ræður ríkjum en deigið inniheldur einungis hveiti, vatn, salt, súrdeig og örlítið ger.

Flatey

Á Flatey er opið hús og því engar borðapantanir, nema fyrir stóra hópa hér.

Hægt er að taka með, en við mælum með að borða á staðnum. Hráefnin eru öll fersk og pítsan bakast á ógnarhraða við 500 gráðu hita á einni mínútu. Því fyrr sem hún er borðuð, því betri er hún.

@flateypizza @flateypizza

Einungis er notast við ferskan mozzarella og snöggur eldunartími heldur ostinum ferskum og mjólkurkenndum. Flatey leggur ríka áherslu á hágæða hráefni, leituð uppi víðsvegar um heiminn. Útkoman er bragðgóðar, heilnæmar og náttúrulegar pítsur.

Tómatar

Flatey verslar tómata beint frá bónda. Þeir eru í laginu eins og plómur, sérstaklega safaríkir og bragðmiklir. Því þarf engu við að bæta, ef frá er talið dálítið salt.